Skiptastjóri þrotabús Baugs dró í morgun til baka skaðabótakröfu gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Þrotabúið hafði krafði hann um 15 milljarða króna í bætur vegna kaupa Baugs á hlutabréfum félagsins af Jóni Ásgeiri og fjölskyldu hans í aðdraganda hrunsins haustið 2008.

RÚV segir Jón Ásgeir hafa vísaði kröfunni á bug og sagt hluthafa Baugs hafa tapað mestu á viðskiptunum, ekki þrotabúið. Kaupþing átti frumkvæðið að því að Baugur keypti hlutabréfin, að því er fram kemur á vef RÚV um málið.

Jón Ásgeir hefur lýst sig eignalítinn og hefur hann skilað um það gögnum til hérlendra og erlendra yfirvalda og kröfuhafa.