Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs segir skuldatryggingaálag bankanna vera mjög hátt sem orsakaði dýrari lán fyrir bankana. Hann segir að tækist íslensku bönkunum ekki að fjármagna sig væri það vandamál allrar þjóðarinnar.

Jón Ásgeir segir að til lengri tíma litið þurfi Íslendingar að ganga í Evrópusambandið ætli íslensku bankarnir að starfa hér á landi. Þetta kom fram í útvarsfréttum hjá Ríkisútvarpinu.

Þá tók hann fram að þrátt fyrir neikvæða umfjöllum um íslenskt efnahagslíf í erlendum fjölmiðlum ætli Baugur ekki að selja þau íslensku fyrirtækið sem félagið á nú þegar.