Jón Ásgeir Jóhannesson er kominn með skrifstofuaðstöðu í norðurhúsi 365 miðla við Skaftahlíð 25. Vinna stendur nú yfir við að flytja hluta framkvæmdastjórnar fyrirtækisins á þriðju hæði í húsinu. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sem sömuleiðis flytur á þriðju hæðina, segir Jón Ásgeir hafa haft skrifstofuaðstöðu í húsinu í nokkrar vikur.

Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir því að Jón Ásgeir hafi komið meira að ákvörðunum sem varði rekstur fyrirtækisins undanfarna mánuði og tekið þátt í þeirri endurskipulagningu sem 365 miðlar er að ganga í gegnum. Í þeim felast uppsagnir á starfsfólki og flutningar deilda á milli húsa.

Nánar er fjallað um Jón Ásgeir og rekstur 365 miðla í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu á morgun er:

  • Arion banki selur 20% í Högum eftir 20 daga
  • Lífeyrissjóðirnir hafa ekki kært vegna kaupa á skuldabréfi Glitnis
  • Þrjú stærstu innflutningsfyrirtæki landsins græddu milljarða
  • Starfsmenn ÁTVR fóru til útlanda á tíu daga fresti
  • Nýr tölvuleikur CCP er alveg að klárast
  • Málverk seldust fyrir milljónir á uppboði Gallerís Foldar
  • Félag Pálma Haraldssonar ekki með ofurkröfur í þrotabú Astraeusar
  • Stjórnarmenn lífeyrissjóða voru stikkfrí með hlutafjáreign sína
  • Janus í BankNordik talar um varfærnu Færeyingana
  • Allt um þennan Hrafn Bragason sem stýrði rannsókn á lífeyrissjóðunum
  • Engin kreppa hjá Hugsmiðjunni
  • Reykingamenn hafa unnið með lax og silung í áratugi
  • Óðinn fjallar um rannsóknina á lífeyrissjóðunum
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað og Tý sem fjallar um nýju stjórnmálaflokkana
  • Myndasíður, umræður og pistlar og margt, margt fleira...