Jón Ásgeir Jóhannesson neitaði að tjá sig í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara árið 2010 og vísaði meðal annars í bók Jónínu Benediktsdóttur ákvörðun sinni til útskýringar. Kemur þetta fram í skýrslu um yfirheyrslu yfir Jóni Ásgeiri sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum.

Jón Ásgeir var yfirheyrður þann 25. nóvember 2010 vegna rannsóknar á kaupum og sölu á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni. Strax við upphaf yfirheyrslunnar lýsti Jón Ásgeir því yfir að hann ætlaði ekki að tjá sig við embætti sérstaks saksóknara þar sem hann treysti embættinu ekki vegna þess að Björn Bjarnason hefði verið dómsmálaráðherra þegar Ólafur Þór Hauksson var skipaður saksóknari.

Jón lagði fram gögn sem hann sagði útskýra hvers vegna hann vildi ekki sjá sig við embættið, þar á meðal ljósrit af sex blaðsíðum úr bók Jónínu Benediktsdóttur.

Fjallað er nánar um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • 44 fyrirtæki eru undanþegin upplýsingalögum
  • Kaup Framtakssjóðsins á Invent Farma skoðuð frekar
  • Seðlabankinn hefur kært næstum 70 fyrirtæki án heimildar
  • Reitir vinnur að því að greiða 10 milljóna króna sekt
  • Fjallað um nýja skýrslu um sæstreng
  • Seðlabankinn vill strangari lausafjárreglur
  • Vilja aðgerðir til að efla smærri og meðalstór fyrirtækjum
  • Hverjir græða á lækkun gengislána? Skuldavandi heimila greindur.
  • Segir óþarfa að reisa varnarmúra í kringum lögmenn
  • Viðskiptablaðið var gestur á ráðstefnunni Invest Iceland Forum í London
  • Ingvi Þór Elliðason, forstjóri Capacent, segir í viðtali blaðsins hvatakerfi hafa gagnast fyrirtækjum vel
  • Viðskiptablaðið ræðir við framkvæmdastjóra Heilsuverndar um fitu og BMI-stuðla
  • Hundrað kvikmyndir í boði á RIFF
  • Barnabókaútgáfan Unga ástin mín
  • Nærmynd af Helgu Árnadóttur, nýjum framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar
  • Óðinn skrifar um stöðutökuna gegn skattgreiðendum
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem skrifar um ráðstefnuna Invest Iceland í London
  • Myndasíður, pistlar, það helsta í VB Sjónvarpi og margt, margt fleira.