Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs Group, undirbýr nú opnun þriggja lágvöruverðsverslana í London.

Heitið á verkefninu er Best Price og allar líkur á að búðirnar muni bera sama nafn þótt það sé ekki endanlega frágengið, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Hugmyndin er sú að byggja verslanirnar upp á svipaðan hátt og Bónus byrjaði á Íslandi 1989. Verið er að leita að staðsetningu fyrir verslanirnar. Það mun vera komið nokkuð langt á veg þótt leigusamningar hafi ekki enn verið undirritaðir.

Gríðarleg samkeppni er í rekstri lágvöruverðsverslana í London og skiptir staðsetning miklu máli. Á sama tíma má húsnæðið ekki vera of dýrt svo að hægt sé að halda verði niðri.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .