„Jón Ásgeir var eitt sinn þekktur sem óskabarn þjóðarinnar,“ segir danskur fréttaþulur sjónvarpsstöðvarinnar DR1. Danska ríkissjónvarpið hefur fjallað ítarlega um hið svokallaða Aurum málum en beinir sjónum einna helst að Jóni Ásgeiri. Hér má horfa á frétt danska ríkissjónvarpsins um málið.

Jón Ásgeir er einn fjögurra sem ákærðir eru í málinu en hann er ásamt Bjarna Jóhannessyni ákærður sem hlutdeildarmaður. Þeir Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson eru kærðir sem aðalmenn.

Í innslagi um málið ræðir Danska ríkissjónvarpið meðal annars við Einar Má Guðmundsson sem segir viðskiptamenn hafa haft stjórnmálamenn í vasanum á árunum fyrir efnahagshrunið. Þá eru fjárfestingar Jóns Ásgeirs í Danmörku rifjaðar upp og rætt við Íslending sem missti vinnuna eftir hrunið.