Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi stjórnarformaður Baugs, og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, krefjast samtals um 16 milljóna króna í misbætur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna dóms Hæstaréttar í skattamáli yfir þeim í fyrra. Þeir telja að þeim hafi verið refsað tvisvar fyrir sömu sakir. Auk miskabóta vilja þeir að sektir sem þeir voru dæmdir til að greiða verði endurgreiðir og málskostnaður. Samtals gerir þetta yfir 100 milljónir króna.

Fréttablaðið fjallar um málið í dag og rifjar upp að þeir Jón Ásgeir og Tryggvi hafi kært niðurstöðu Hæstaréttar á þeim forsendum að þeim hafi verið refsað tvisvar fyrir sömu sakir. Meðferð málsins er langt komin fyrir mannréttindadómstólnum, að sögn blaðsins.