Jón Atli Benediktsson prófessor var í kvöld kosinn rektor Háskóla Íslands. Í framboði í seinni umferð var einnig Guðrún Nordal prófessor.

Við kosningar greiddu atkvæði alls 1.284 starfsmenn eða 86,4% á kjörskrá og 6.271 stúdent eða 48,8% á kjörskrá.

Atkvæði háskólakennara og annarra starfsmanna sem hafa háskólapróf giltu sem 60% greiddra atkvæða. Atkvæði stúdenta giltu sem 30% greiddra atkvæða og atkvæði annarra atkvæðisbærra giltu sem 10% greiddra atkvæða.

Jón Atli fékk 54,8% greiddra atkvæða (56,2% gildra atkvæða) og Guðrún hlaut 42,6% greiddra atkvæða (43,8% gildra atkvæða). Jón Atli hefur því hlotið tilnefningu í embætti rektors Háskóla Íslands.