Jón Baldvin Hannibalsson segir Seðlabankann leggjast hart gegn því að íslenska ríkið taki lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Jón Baldvin segir slíka lántöku vera nauðsynlega. Þetta kom fram í máli hans í þættinum Silfur Egils á RÚV.

„Ég hef traustar heimildir fyrir því, innan úr Sjálfstæðisflokknum, að sá sem stendur harður fyrir því að af þessu verði, er Seðlabankinn," sagði Jón.

Síðar í þættinum sagði hann „Það er grafalvarlegt mál í þessu stjórnarsamstarfi ef Seðlabankinn vill frekar ganga í samstarf við Rússa en að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.“

Jón Baldvin sagðist einnig líta svo á að rétt væri að stjórn Seðlabankans segði af sér.