Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, hefur ákveðið að fela lögmanni sínum að undirbúa málshöfðun á hendur Háskóla Íslands. Hann greinir frá þessu í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Ástæðan er sú að Jón Baldvin var á dögunum beðinn um að taka að sér að halda fyrirlestra við stjórnmálafræðideild skólans. Eftir að tvær konur höfðu mótmælt ráðningunni á internetinu ákvað skólinn að afturkalla ákvörðun um ráðningu Jóns.

Ástæða mótmælanna voru frásagnir í fjölmiðlum að samskiptum Jóns Baldvins við systurdóttur eiginkonu sinnar.