Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segist vel geta klárað frumvarp um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir jól. Hins vegar verði að vanda til vinnunnar og gera það eftir áramótin.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarmanna, spurði ráðherra um það í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrir stundu um gang frumvarpsins og að því hvenær hann hyggist leggja aftur fyrir. Birkir Jón sagði það óþolandi að vita ekki hvenær nýtt frumvarp líti dagsins ljós.

Jón svaraði því til að nú sé verið að vinna að umsögnum, sem hafi verið á marga lund. Verið sé að vinna að breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Nokkrar breytingar sem skipti máli hafi komist í gegn. „Þetta tekur allt sinn tíma,“ sagði ráðherra.