*

miðvikudagur, 26. júní 2019
Fólk 25. apríl 2017 11:17

Jón Björnsson ráðinn verkefnastjóri

Ráðstefnuborgin Reykjavík, Meet in Reykjavík, hefur ráðið Jón Björnsson sem verkefnastjóra.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Jón Björnsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá ráðstefnuborginni Reykjavík (Meet in Reykjavík). Markmið Ráðstefnuborgarinnar er að efla hlut funda-, ráðstefnu-, viðburða og hvataferða innan ferðaþjónustunnar.

Tekjur þessa hóps eru um tvöfalt hærri á hverja gistinótt en af hinum almenna ferðamanni og verður hlutverk Jóns að sækja stærri alþjóðleg verkefni til landsins að því er segir í fréttatilkynningu.

Jón hefur reynslu af verkefnastjórnun, markaðs- og sölumálum og síðastliðin ár hefur hann sinnt margvíslegum ráðgjafastörfum tengdum ferðaþjónustu.

Jón er með meistaragráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og er viðskiptafræðingur af markaðssviði við Háskóla Íslands.

„Við þær aðstæður sem ferðaþjónustan býr í dag hefur aldrei verið mikilvægara að leggja áherslu á að fá til landsins betur borgandi ferðamenn,“ er haft eftir Jóni í tilkynningunni.

„Ég hlakka til að vinna með aðildafélögum Meet in Reykjavík að því að auka hlutdeild þessa verðmæta hóps ferðamanna.“

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is