Jón Björnsson, forstjóra Haga hf., hefur verið skipaður forstjóri Magasin du Nord frá og með 1. október. Tekur hann þá við af Peter Husum, forstjóra Magasin du Nord,

"Ég hlakka til þess að reka Magasin; þetta er spennandi tækifæri og mikil áskorun. Fyrirtækið hefur sérstöðu á smásölumarkaðnum; það býr yfir miklum auði í formi frábærrar staðsetningar, mannauðs og þekkingar. Ég ber mikla virðingu fyrir Peter Husum. Ég hlakka til þess að byggja á því sem hann hefur áorkað og að skipa Magasin du Nord sess meðal bestu stórverslana sem til eru," sagði Jón Björnsson.

Peter sáttur

?Þetta hefur verið góður tími fyrir mig sem forstjóra Magasin," segir Peter Husum, forstjóri Magasin du Nord. "En nú sé ég að Magasin stefnir í rétta átt og finnst tími til kominn að hverfa frá. Ég er fullkomlega sáttur við stefnumörkun fyrirtækisins og hef haft þann heiður að kynnast Jóni Björnssyni persónulega. Samvinnan okkar á milli hefur verið mjög góð á meðan hann hefur setið í stjórn Magasin. Ég er þess fullviss að starfsfólk og viðskiptavinir muni bjóða Jón Björnsson velkominn og taka honum jafn hlýlega og þau tóku mér."

Annar lykilstarfsmaður Magasin, Stig Nielsen, hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Nuans Group Denmark AS, sem sér um flugvallasmásölu í Danmörku, en Stig gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra smásölu hjá Magasin.

Baugur Group er stærsti hluthafi Magasin du Nord sem ásamt Straumi Fjárfestingabanka og B2B fjárfestingarfélags eignaðist félagið þann 12. nóvember 2004.

?Okkur er sönn ánægja að vinna með Peter Husum. Hann er fagmaður í rekstri stórverslana og í samvinnu með stjórninni hefur hann styrkt stöðu Magasin du Nord í Danmörk og mun áfram verða forstjóra og stjórn innan handar sem ráðgjafi," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, Stjórnarformaður Magasin og forstjóri Baugs Group.

Jón Björnsson, verðandi forstjóri Magasin du Nord, hefur átt sæti í stjórn Magasin síðan í ársbyrjun 2005. Frá 2003-2005 sat hann í stjórn Mosaic Fashions, sem starfrækir verslanirnar 550 Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles um allan heim, auk þess að sitja í stjórn bresku tískuvöruverslanakeðjunnar MK One. Jón hefur staðið að opnun nýrra Debenhams-verslana í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn, sem eru tvær stærstu stórverslanir sem opnaðar hafa verið á Norðurlöndunum á undanförnum árum.

Hagar hf., þar sem Jón Björnsson gegnir nú stöðu forstjóra, eru stærsti smásöluaðili Íslands, er með um 5 milljarða danskra króna í veltu. Fyrirtækið rekur alls 81 verslanir. Hagar eru með sérleyfi fyrir Debenhams og TopShop í Skandínavíu ásamt því að vera sérleyfishafi fyrir Zara á Íslandi.

Jón Björnsson fæddist árið 1968 og útskrifaðist með BSc-gráðu í stjórnun frá Rider-háskóla í New Jersey árið 1991. Hann hefur víðtæka reynslu í smásölugeiranum, bæði í matvælasmásölu og í rekstri sérverslana, enda hefur hann unnið smásölu og rekstur verslana síðastliðin 14 ár.