Jón Daníelsson, dósent í hagfræði við London School of Economics, segir afar mikilvægt að hér verði áhættusækni aukin og að stjórnvöld hvetji til hennar. Í dag sé því öfugt farið.

„Eitt einkenni kreppna er að áhættusækni er of mikil fyrir þær og of lítil eftir að þær skella á. En besti tíminn til að fjárfesta er einmitt þegar botninum er náð. Þá er engu að tapa en allt að vinna. Þetta krefst þess að einhver taki áhættu og nýti fjárfestingarmöguleikana sem eru fyrir hendi núna.

Stjórnvöld eiga að hvetja bæði fyrirtæki og banka til að taka miklu meiri áhættu. Stjórnvöld geta haft áhrif í gegnum skattkerfið, regluverkið og vextina. Þau hafa því mörg tækifæri til að hafa áhrif. En þeirra nálgun í dag virðist vera sú að koma í veg fyrir hrunið þrátt fyrir að það hafi orðið. Það er verið að byrgja brunninn eftir að barnið er fallið ofan í hann. Það er því enn verið að koma í veg fyrir áhættu,“ segir Jón.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .