Jóni Daníelssyni, prófessor í hagfræði og fjármálum við London School of Economics (LSE), hefur verið veittur fimm milljóna punda styrkur til að koma á fót rannsóknarstofnun um kerfislega áhættu á fjármálamörkuðum. Upphæðin er jafnvirði rúmlega milljarði króna. Greint er frá styrknum í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Jón verður forstöðumaður stofnunarinnar ásamt Jean-Pierre Zigrand, hagfræðingi við LSE.

Í samtali við blaðið segir Jón að stofnunin eigi að verða leiðandi á sínu sviði í heiminum. Meðal samstarfsaðila eru Evrópski Seðlabankinn, Englandsbanki og fjármálaeftirlit Bretlands.

Jón hefur um árabil sinn rannsóknum um kerfislæga áhættu á fjármálamörkuðum.