Íslandsbanki hefur ráðið Jón Diðrik Jónsson framkvæmdastjóra á Fjárfestinga- og alþjóðasvið. Umsvif Fjárfestinga- og alþjóðasviðs hafa farið hratt vaxandi á undanförnum misserum. Eftir kaup Íslandsbanka á BN banka verður starfsemin á þremur stöðum í Noregi, í Luxembúrg og London, auk starfssviða í Reykjavík.

Jón Diðrik var forstjóri Ölgerðarinnar frá 2001 til ársloka 2004. Þá gegndi hann ýmsum stjórnunarstörfum hjá Coca Cola frá 1990 til 2001 og var starfsvettvangurinn í mörgum löndum. Hann lauk meistaranámi í alþjóðlegri stjórnun frá Thunderbird Arizona árið 2000.