Jón Eggert Hallsson hefur verið ráðinn sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf MP banka.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að Jón Eggert hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði. Frá árinu 2009 hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri og meðeigandi J Bond Partners, þar sem hann m.a. stýrði J Bond Fund, sinnti ráðgjöf vegna fyrirtækjakaupa og veitti erlendum aðilum ráðgjöf um íslenskan fjármálamarkað.  Áður starfaði Jón Eggert í skuldabréfamiðlun Íslandsbanka frá árinu 2005.

Jón Eggert er með BSc í hagfræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Hann  hefur auk þess sinnt kennslu hjá Háskóla Íslands vegna prófs í verðbréfaviðskiptum.