Jón Fjörnir Thoroddsen hefur verið ráðinn fjármálastjóri Besta Flokksins frá 1. maí síðastliðnum.

Jón skrifaði meðal annars bókina Íslenska efnahagsundrið, flugeldahagfræði fyrir byrjendur sem kom út sumarið 2009 og fjallaði á gagnrýninn hátt um leikfléttur góðærisáranna.

Hann er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað við verðbréfamiðlun hjá Nordvest verðbréfum og Byr sparisjóði. Jón hefur auk þess framleitt kvikmyndir og fengist við ýmis önnur ritstörf.