*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 2. maí 2013 11:07

Flytja næstum 300 milljónir inn í landið

Félag barna Jóns Ólafssonar kom með fjármagn inn í landið í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans.

Ritstjórn

Joco, félag barna athafnamannsins og vatnsbóndans Jóns Ólafssonar, flutti tæplega 276 milljónir króna inn í landið með skuldabréfaútboði í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans 15. apríl síðastliðinn. Þetta er rétt rúmur helmingur af heimild félagsins en það getur gefið út skuldabréf upp á einn milljarð króna, samkvæmt útgáfulýsingu

Jón Ólafsson er stjórnarformaður Joco en eigendur þess eru þrjú börn hans, þau Friðrik, Katrín og Kristján. Þau eiga hvert um sig 33% hlut í Joco. Kristján er framkvæmdastjóri félagsins.

Bréfið er með föstum 7,5% vöxtum sem greiddir eru árlega frá 15. apríl á næsta ári og fram að gjalddaga 15. apríl árið 2019.

Fjárfestingarleiðin er eins og kunnugt er liður í áætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta og fá þeir sem flytja fjármagn til landsins í gegnum hana um 20% afslátt af krónum af helmingi fjárhæðarinnar. 

Stikkorð: Jón Ólafsson Joco