Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir í samtali við Útveginn að það sé engin nýlunda að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki skuldi erlendum aðilum fjármuni enda hafi þau verið fjármögnuð með erlendu lánsfé í meira en hundrað ár.

„Jón forseti RE 108, fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir okkur Íslendinga og kom til landsins 1907, var fjármagnaður með erlendu lánsfé og svo hefur verið alla tíð síðan,” segir Friðrik.

Þetta kemur fram á vef LÍÚ.

Þar er einnig haft eftir Friðrik að andstæðingar kvótakerfisins, sem sé grundvöllur velgengni íslensks sjávarútvegs, hafi undanfarið látið að því liggja að aflaheimildir geti komist í hendur erlendra aðila.

Sjá nánar vef LÍÚ.