Nýtt safn Reykjavíkurborgar tekur formlega til starfa 1. júní n.k. en þann dag mun Jón Gnarr borgarstjóri opna safnið við hátíðlega athöfn á stóra sviði Hátíðar hafsins á Grandagarði og tilkynna um leið nafn þess.

Safnið varð til þegar Reykjavíkurborg ákvað að efla starfsemi nokkurra safna með því að sameina þau undir eina stofnun. Þau söfn og sýningar sem um ræðir eru Árbæjarsafn, Landnámssýningin Aðalstræti, Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Sjóminjasafnið í Reykjavík og Viðey.