Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, hefur ritað bók sem kom út í Þýskalandi á dögunum. Bókin er á þýsku og heitir Leggið við hlustir og endurtakið. Í bókinni lýsir Jón vegferð sinni, þ.e. hvernig hann hefur þróast í gegnum tíðina, einskonar ævisaga frá því hann var pönkari og hvað varð til þess að hann stofnaði Besta flokkinn sem skilaði honum í stól borgarstjóra árið 2010.

Fjallað er í ítarlega um Jón, bókina og útgáfuteitið á vefsíðu bókaforlagsins Klett-Cotta .