Fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og grínistinn Jón Gnarr fór um víðan völl í viðtali sem birt var í Huffington Post í gær. Þar segist hann m.a. spá alheims-efnahagskreppu innan tveggja ára og að í kjölfarið munu borgir víðsvegar um heiminn auka völd sín og lýsa yfir sjálfstæðu. Þá segir hann margt líkt með íslenska efnahagshruninu árið 2008 og því sem er að eiga sér stað í Bandaríkjunum í dag.

Í viðtalinu kemur fram að Jón situr ekki auðum höndum um þessar mundir en hann er að skrifa bók um eiginkonu sína, Jógu, auk þess sem hann kennir áfanga í skapandi skrifum við Houston Háskóla í Bandaríkjunum.

Sér ekki eftir því að hafa ekki boðið sig aftur fram

Í viðtalinu segir Jón að hann sjái ekki eftir því að hafa ekki boðið sig fram til ann­ars kjör­tíma­bils sem borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur og segist ekki sakna embættisins. Hann segist þó sakna samstarfsfólksins og segir að ef hann væri borg­ar­stjóri í dag myndi hann lík­lega ein­beita sér að hús­næðismál­um fyr­ir ungt fólk.