Jón Gunnar Geirdal hefur hætt störfum á markaðsdeild N1 til að stofna sitt eigið fyrirtæki.

Í tilkynningu frá Jóni Gunnari kemur fram að nýja fyrirtækið, Ysland, muni sérhæfa sig í markaðssetningu og kynningu, viðburðahaldi og hugmyndavinnu. Þannig mun Ysland m.a. sjá um markaðssetningu fyrir Hringtorg, upplýsingaveitu sem heldur utan um þau fríðindi, viðburði og betri kjör sem bjóðast korthöfum Kortsins, sem Arion banki gefur út.

Önnur yslensk verkefni eru nýi íslenski spennutryllirinn FROST og Rokkjötnar, risatónleikar í Kaplakrika. Eldri yslensk verkefni eru m.a. markaðssetning á íslenska EXPÓ skálanum í Hörpu, kynningarstarf fyrir Svartur á Leik, Okkar eigin Osló, Borgríki, Kurteist Fólk ásamt fjölda viðburða sem vakið hafa mikla athygli.