Jón Gunnar Vilhelmsson hefur verið tekið við stöðu framkvæmdastjóra hjá drykkjavörufyrirtækinu Pacific Water and Drinks í Hong Kong. Hann verður jafnframt varastjórnarformaður kínverska vatns- og drykkjavörufyrirtækið China Water and Drinks.

Pacific Water and Drinks er í eigu Jóns Ólafssonar. Hann keypti í október síðastliðnum kínverska fyrirtækið. Þegar tilkynnt var um fyrirtækjakaupin kom fram að fyrirtækið, sem framleiðir vatn á flöskum, samanstandi af níu fyrirtækjum í Kíng og Hong Kong. Höfuðstöðvarnar eru í Hong Kong.

Jón og Kristján sonur hans eru meirihlutaeigendur að vatnsátöppunarfyrirtækinu Icelandic Water Holdings, sem framleiðis vatn á flöskum í landi Hlíðarenda við Þorlákshöfn undir merkjum Icelandic Glacial.

Jón Gunnar sá áður um sölu Icelandic Glacial-vatnsins víða um heim fyrir Icelandic Water Holdings.