Jón Helgi Guðmundsson, ásamt fleiri fjárfestum, hefur keypt ráðandi hlut í lettneska bankanum LATEKO banka, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Nánar verður greint frá kaupunum síðar í dag. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp né hve stóran hlut fjárfestahópurinn hefur fest kaup á, en heimildarmenn Viðskiptablaðsins segja að um 51% hlut sé að ræða.

Jón Helgi Guðmundsson stjórnar fjárfestingafélaginu Norvik, sem hefur fjárfest í timbursölum í Bretlandi og rekur meðal annars sérvöruverslanir í Lettlandi undir merkjum BYKO-LAT. Norvik hefur einnig fjárfest í timburfyrirtækjum í Lettlandi.

Ekki náðist í Jón Helga þegar Viðskiptablaðið reyndi að ná tali af honum.