„Ég horfi á þetta þannig að senn fari að líða að kynslóðaskiptum í fyrirtækinu og mér er að sjálfsögðu ekki sama hverjir taka við keflinu,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvik.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá á þriðjudag hefur Jón Helgi ákveðið að selja hluta af fyrirtækinu, smásölufyrirtæki sem flest tilheyra Kaupási. Þar á meðal eru verslanir Nóatúns, Krónunnar, Intersport, Elko og fleiri landsþekkt fyrirtæki. Ekki stendur til að selja . Ekki stendur til að selja Byko. Jón Helgi segir fjölskylduna hafa í hyggju að reka það fyrirtæki áfram, enda hafi þau byrjað þar.

„Við munum hér eftir sem hingað til styðja þétt við bakið á þeim rekstri og horfum björtum augum á framtíðina,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.