Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri og eigandi Norvikur, hefur ákveðið að selja stóran hluta í félaginu nema Byko. Til sölu er Kaupás-keðjan, þar með talin Krónan, Nóatún og Kjarval, aðrar sérvöruverslanir félagsins, svo sem Elko og Intersport, og fleiri dótturfélög. Söluviðræður eru hafnar við sjóðinn SÍA II, sem rekinn er af Stefni, en heimildir Viðskiptablaðsins herma að margir hafi sýnt kaupunum áhuga.

Vildi ekki selja samkeppnisaðila

„Okkur finnst mikilvægt að þeir aðilar sem við eigum í viðræðum við deila að miklu leyti okkar sýn um uppbyggingu fyrirtækisins. Þá finnst okkur ekki síður mikilvægt að ekki er um að ræða samkeppnisaðila heldur fjárfesta sem sjá fyrir sér að fyrirtækið verði skráð á markað. Það ættu því ekki að verða neinar kollsteypur í rekstri eða skipulagi fyrirtækisins," segir Jón Helgi.

Hann ítrekar þó að enn sé salan á byrjunarstigi og að ætla megi nokkrar vikur í samningaviðræður.

Nánar er fjallað um sölu Jóns Helga á Norvik og kaupandann, framtakssjóðinn SÍA II, í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

  • Stoðir eignast hlut í Advania
  • Deila um arðgreiðslu Landsbankans
  • Einstaklingar eru 90% fjárfesta í Kauphöllinni
  • Þeir sem leigja ferðamönnum þak yfir höfuðið greiða hærri fasteignagjöld
  • Slakt uppgjör Marel
  • Gömul skjöl dúkka upp í Vatnsendamálinu
  • Stjórnmálamenn telja samninga við lánardrottna ÍLS nauðsynlega
  • Bakarinn Jói Fel ræðir um hveiti og skatta í viðtali vikunnar
  • Kennir veiðimönnum að elda úr allri villibráðinni
  • Hvernig er líf fjögurra barna móður í París?
  • Lágar kröfur í fjárfestingarfélag tengt Baugi
  • Formaður bankaráðs Landsbankans grípur í gítarinn þegar hann slakar á
  • Óðinn skrifar um skrifar um nauðsyn þess að lækka skatta
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar, það helsta úr VB sjónvarpi og margt, margt fleira