Jón Ingi Árnason hefur hafið störf hjá Mörkuðum Landsbankans en þar mun hann sinna miðlun hlutabréfa og skuldabréfa.

Jón Ingi  vann hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum á árunum 2000-2004 þegar hann hóf störf hjá Íslandsbanka, fyrst sem verðbréfamiðlari en síðan sem forstöðumaður skuldabréfamiðlunar. Á árunum 2009-2013 starfaði hann hjá J Bond Fund sem hann stofnaði með Jóni Eggerti Hallssyni. Hann var sjóðsstjóri hjá Landsbréfum hf. árin 2013-2015 og fór svo í markaðsviðskipti hjá Straumi og síðar Kviku banka frá 2015-2017.

Jón Ingi lauk B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og er löggiltur verðbréfamiðlari.