Jón Jóhann Þórðarson hefur gengið til liðs við Pipar/TBWA þar sem hann mun sinna birtingaráðgjöf og hafa umsjón með birtingum. Greint er frá ráðningu Jóns í fréttatilkynningu.

Jón er með BA-próf í stjórnmála- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og hefur stafað á auglýsingamarkaði í yfir 20 ár. Hann starfaði sem birtingaráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni og ABS fjölmiðlahúsi í rúmlega 20 ár og áður sem sölufulltrúi hjá auglýsingadeild RÚV í tæp 2 ár.

Í starfi sínu hefur Jón unnið fyrir marga af stærstu auglýsendum á markaðinum og má þar nefna Icelandair, Hagkaup, Íslandsbanka, Kringluna, Vörð tryggingar, Pennann Eymundsson, Flugfélag Íslands, Vita, Vodafone, Toyota, Nathan og Olsen, Útilíf og Málningu.

Í tilkynningunni segir jafnframt að Jón hafi komið að birtingaáætlunum fyrir margar athyglisverðar auglýsingaherferðir sem vakið hafi eftirtekt svo sem nafnabreytingu Íslandsbanka í Glitni, nafnabreytingu Og fjarskipta yfir í Vodafone, auk hinna eftirminnilegu herferða Icelandair: Óstöðvandi, Velkomin heim og Fyrir Ísland, svo eitthvað sé nefnt.