Fjölmennum aðalfundi SAF lauk á Akureyri nú síðdegis. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair var endurkjörinn formaður samtakanna.


Miklar umræður urðu um ímynd og orðspor Íslands og með hvaða hætti mætti stilla saman strengi í landkynningarmálum. Jón Karl lagði í ræðu sinni aðaláherslu á samstarf atvinnulífs og stjórnvalda í landkynningarmálum og varð tíðrætt um umhverfismál sem er veigamikill þáttur innan ferðaþjónustunnar. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra flutti ræðu og ræddi rekstrarskilyrði greinarinnar sem hafa þróast með jákvæðum hætti, sérstaklega skattamál. Ræddi hann enfremur áherslur í samgöngu- og fjarskiptamálum, sagðist hann m.a.hafa sett á laggirnar nefnd vegna vegagerðar á hálendinu.