Hrafn Þorgeirsson tók í dag við sem nýr forstjóri flugfélagsins Primera Air. Hann tekur við af Jóni Karli Ólafssyni, sem hefur ákveðið að leita á önnur mið. Hann varð forstjóri Primera í mars árið 2008. Áður var hann fram­kvæmda­stjóri Flug­fé­lags Íslands frá byrj­un árs 1999 til árs­ins 2004. Sama ár varð hann for­stjóri Icelanda­ir og í fram­haldi af því for­stjóri Icelanda­ir Group frá ár­inu 2005 til árs­loka 2007.

Hrafn var áður í sex ár framkvæmdastjóri Primera Air Scandinavia í Danmörku ásamt því að vera framleiðslustjóri félagsins.

Í tilkynningu er haft eftir Jóni Karli að árin hans hjá Primera Air hafi verið mjög viðburðarrík og áhugaverð, þar sem tekist hafi með góðu starfsfólki að byggja upp nútímalegt og frábært flugfélag.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Primera Air og fyrrv. forstjóri Icelandair, á aðalfundi SAF þann 22.03.12
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Primera Air og fyrrv. forstjóri Icelandair, á aðalfundi SAF þann 22.03.12
© BIG (VB MYND/BIG)
Jón Karl Ólafsson, sem nú hættir sem forstjóri Primera Air og ætlar að leita á önnur mið.