Jón Karl Ólafsson er nýr framkvæmdastjóri CP Reykjavík. CP Reykjavík var stofnað í október á síðasta ári og varð til við sameiningu þjónustu- og ráðgjafafyrirtækjanna Congress Reykjavík og Practical.

Jón Karl var forstjóri Primera Air frá 2008 til 2014. Þá var hann forstjóri Icelandair Group frá 2005 til 2008 og forstjóri Icelandair 2005. Áður var hann framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands frá 1999 til 2004. Jón Karl er með BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Jón Karl er einn af eigendum CP Reykjavík. Meðeigendur og stofnendur sameinaðra fyrirtækja CP Reykjavík eru Lára B. Pétursdóttir stofnandi Congress Reykjavík, sem tekið hefur við stjórnarformennsku og Marín Magnúsdóttir, stofnandi Practical. Lára stýrir ráðstefnudeild CP Reykjavík og Marín stýrir viðburða- og hvataferðadeild fyrirtæksins, að því er kemur fram í tilkynningu.