*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 21. maí 2013 14:10

Jón kaupir hlutabréf fyrir rúmar 6 milljónir

Forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar á hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 60 milljónir. Össur hefur keypt sænskt fyrirtæki.

Ritstjórn
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Haraldur Guðjónsson

Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, keypti í dag 40.000 hlutabréf í félaginu fyrir tæpar 6,4 milljónir króna. Hann á nú hlutabréf í Össuri fyrir 60 milljónir króna að markaðsverðmæti miðað við sama gengi. Stjórn stoðtækjafyrirtækisins greindi frá því í dag að fyrirtækið hafi stigið fetið til fulls í þá átt að auka markaðshlutdeild sína í Svíþjóð með kaupum á sænska fyrirtækinu TeamOlmed fyrir jafnvirði 5,8 milljarða íslenskra króna.

Fram kemur í tilkynningu frá Össuri í tengslum við hlutafjárkaup Jóns að hann eigi kauprétt að 1.250.000 hlutum í Össuri. Þá kemur sömuleiðis fram að kaupin eru í dönskum krónum. Hlutabréf Össurar voru einmitt tvíhliða skráð á markað í Danmörku haustið 2009.

Gengi hlutabréfa Össurar hefur hækkað um 1,09% í Kauphöllinni hér og stendur það í 185 íslenskum krónum á hlut. Það stendur hins vegar í stað á markaði ytra í 7,75 dönskum krónum á hlut. Það merkir að ef hlutabréfaeign Jóns er miðuð við gengi hlutabréfanna í Kauphöll Íslands þá eykst markaðsverðmæti þeirra um 10 milljónir króna en ef miðað er við gengið úti. 

Stikkorð: Jón Sigurðsson Össur TeamOlmed