Jón Kristjánsson, stjórnarmaður í Blátjörn, hefur keypt í Tryggingamiðstöðinni fyrir um 1,8 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Um er að ræða 46.619.808 hluti sem keyptir eru á genginu 38,5.

Blátjörn tilkynnti þann 26. maí að það hafi keypt 32,92% í Tryggingamiðstöðinni en Blátjörn er í eigu Sunds (49%), Hersis-ráðgjöf og þjónusta (2%), Novators (24,5%) og Hansa (24,5%) en tvö síðar nefndu félögin eru undir stjórn Björgólfs Thors.