Jón Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Mílu. Hann tekur við starfinu af Gunnari Karli Guðmundssyni sem lætur af störfum að eigin ósk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

Jón er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur gegnt stjórnunarstörfum í upplýsingatæknifyrirtækjum undanfarin 20 ár. Hann hefur verið framkvæmdastjóri hugbúnaðarhússins Manna og músa ehf. frá árinu 2007 og 2000 til 2006 var hann framkvæmdastjóri Maritech.