Jón Gunnar Margeirsson, framkvæmdastjóri flutningafyrir­tækisins Jón & Margeir, hefur óskað eftir því að gera athuga­semd við frétt Viðskiptablaðsins í síðustu viku þar sem fjallað var um gjaldþrot SB 12 ehf., sem áður hét Jón & Margeir.

Í frétt­inni kom fram að lýstar kröfur í búið hafi numið 367,3 millj­ónum króna. Jón Gunnar segir í athugasemdinni að félagið hafi fyrir hrun tekið lán í jenum og frönkum og við hrunið hafi þau þrefaldast eins og önnur stökkbreytt gengislán.

„Eftir endurútreikninga Landsbankans fóru þessi lán niður í um 185 miljónir. Öll tæki voru keypt út úr félaginu fyrir gjald­ þrot af fyrirtækjunum Þorbirni, Vísi og Haustak,“ segir í at­hugasemd Jóns Gunnars.

„Kaupverð tækjanna var 135 milljónir króna og var það skuld­ fært inn á lán félagsins hjá Landsbankanum. Eftir stendur þá gjaldþrot upp á um 50 miljónir. Feðgarnir Jón Gunnar Mar­geirsson og Margeir Jónsson keyptu félagið af fyrrgreindum aðilum í febrúar 2011 og var þetta allt unnið í sátt við Lands­bankann og aðra kröfuhafa. Hefur félagið Jón og Margeir ehf verið rekið frá 1. október 2010 á kennitölu síðan 2007. Jón og Margeir flutningar ehf voru stofnaðir 2010. Margeir Jónsson ehf á og rekur kranabíl og hefur sá rekstur alla tíð verið hans, eða síðan 1970. Í dag rekur Jón og Margeir ehf 8 vöruflutninga­bíla og er enn í viðskiptum við Landsbankann og önnur fyrirtæki sem félagið var í viðskiptum við.“