Íslenski vatnsútflytjandinn Icelandic Water Holdings hf, sem flytur út vatn undir merkinu Icelandic Glacial og er að stórum hluta í eigu Jóns Ólafssonar, hefur gert samning um sölu og dreifingu á vatninu í Suður-Kóreu.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að samningurinn, sem verður var við drykkjarvörufyrirtækið Hitejinro, taki gildi nú í júlí og að íslenska vatnið verði fáanlegt víðs vegar um Suður-Kóreu í kjölfarið.

Haft er eftir Jóni í tilkynningunni að einstaklega ánægjulegt sé að flytja vatn út til Suður-Kóreu þar sem svo mikið af vörum séu fluttar þaðan til Íslands.