Jón Ólafur Halldórsson hefur verið ráðinn forstjóri Olíuverzlunar Íslands hf. frá 1. september næstkomandi. Jón hefur starfað hjá Olís sem framkvæmdastjóri undanfarna tvo áratugi. Á þeim tíma hefur Jón veitt forstöðu smásölusviði og fyrirtækjasviði Olís. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Olís.

Jón er véltæknifræðingur og viðskiptafræðingur MBA að mennt. Hann er kvæntur Guðrúnu Atladóttur, innanhússarkitekt og MA í menningarmiðlun. Þau eiga þrjú börn.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum óskaði Einar Benediktsson, forstjóri, eftir því í maí að láta af störfum í lok sumars.