Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, býður sig fram til formanns SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu. SVÞ eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa í verslun og þjónustu á Íslandi.

„Ég hef undanfarin ár starfað á vettvangi stjórnar SVÞ að málefnum sem snúa að hagsmunum verslunar og þjónustu.  Það eru miklar áskoranir framundan í stafrænni verslun og sjálfvirknivæðingu  og ég vil gjarnan taka þátt í þeirri vinnu sem er að móta umhverfi verslunar og þjónustu til næstu framtíða.  Ég geri það með því að bjóða fram krafta mína sem formaður SVÞ,” segir Jón Ólafur.

Jón Ólafur var ráðinn forstjóri Olís 2014 en hann starfaði sem framkvæmdastjóri smásölu- og fyrirtækjasviði Olís frá 1995.

Jón er véltæknifræðingur og viðskiptafræðingur MBA að mennt. Hann er kvæntur Guðrúnu Atladóttur, innanhússarkitekt og MA í menningarmiðlun. Þau eiga þrjú börn.

Margrét Sanders sem verið hefur formaður SVÞ síðan 2014 hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður samtakanna.