*

laugardagur, 23. janúar 2021
Fólk 5. maí 2020 09:22

Jón Ómar til liðs við Birki ráðgjöf

Mannauðs- og rekstrarráðgjafafyrirtækið Birki ráðgjöf hefur fengið Jón Ómar Erlingsson til liðs við sig. Vann áður hjá Wow og Flybe.

Ritstjórn
Jón Ómar Erlingsson var áður í stjórnunarstöðum hjá Wow air og Flybe en þar áður m.a. fostjóri Kassagerðarinnar og Prentsmiðjunnar Odda.
Aðsend mynd

Jón Ómar Erlingsson hefur gengið til liðs við Birki ráðgjöf þar sem hann mun sinna rekstrarráðgjöf með áherslu á endurskipulagningu og stefnumótun.

Hann var framkvæmdastjóri Kassagerðarinnar og síðar Prentsmiðjunnar Odda eftir sameiningu fyrirtækjanna 2008. Hin síðari ár hefur Jón Ómar gegnt stjórnunarstöðum hjá flugfélögunum WOW air og Flybe í Bretlandi.

Jón Ómar er með MS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og BS gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands og á að baki víðtækan stjórnunarferil hérlendis og erlendis.

Jón Ómar er fæddur og uppalinn á Siglufirði en býr nú í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Hann er giftur Ástu Kristjánsdóttur, flugfreyju og eiga þau þrjú börn.

Birki ráðgjöf veitir faglega og  fjölbreytta rekstrar- og mannauðsráðgjöf þar sem lögð er áhersla á langtímaárangur viðskiptavina. Birki hefur einnig upp á bjóða mikið úrval námskeiða og býður upp á fræðslu og fagstjóra til leigu fyrir stærri eða smærri verkefni.