Þóra Margrét Hjaltested verður formaður bráðabirgðastjórnar Nýja Glitnis, en ekki Jón Þór Sturluson, einsog áður hafði verið greint frá. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins baðst Jón Þór undan því að gegna starfinu, vegna þess hve margt hann hefur á sinni könnu þessa dagna, en Jón Þór er aðstoðarmaður viðskiptaráðherra.

Áður hafði verið tilkynnt að Jón myndi gegna starfinu og samkvæmt upplýsingum frá viðskiptaráðuneytinu samþykkti hann það upphaflega. Sú ákvörðun var hins vegar tekin með skömmum fyrirvara, enda gerast hlutirnir hratt þessa dagana, og Jón ákvað því við nánari umhugsun að taka verkefnið ekki að sér.

Stjórnin er þó aðeins til bráðabirgða.

Stefnt er að því að mynda nýja stjórn til frambúðar innan fárra daga.