Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra var í gær orðaður við stöðu forstjóra Landsvirkjunar í fjölmiðlum en umsóknarfrestur fyrir stöðuna rennur út í dag.

Þegar Viðskiptablaðið leitaði eftir viðbrögðum Jóns Þórs um málið sagðist hann ekkert hafa ákveðið í þessum efnum þótt starfið væri vissulega áhugavert en Jón Þór skrifaði bæði masters- og doktorsritgerð sem fjölluðu um samkeppni á raforkumarkaði.

Að öðru leyti vildi Jón Þór ekki tjá sig um orðróminn.