Jón Þórisson, forstjóri VBS Fjárfestingabanka, segist telja þá niðurstöðu sem fékkst í dag varðandi íslensku bankanna vera ákjósanleg um leið og náðst hafi langþráð markmið um erlent eignarhald á íslenskum bönkum.

,,Mér sýnist að þegar upp er staðið virðist biðin hafa verið þess virði því mér sýnist á öllu að þetta sé ákjósanleg niðurstaða þó óljóst sé með útfærslu og margir áfangar eru óvissu háðir auk þess sem kröfuhafar þurfa að segja endanlega sína skoðun,“ sagði Jón Þórisson, forstjóri VBS Fjárfestingabanka.

Að sögn Jóns væri helst að menn hefðu áhyggjur af því hvort bankarnir væru örugglega reknir með hagsmuni íslensks atvinnulífs að leiðarljósi. Hann sagði að menn yrðu að gefa sér að tryggilega hefði verið gengið frá því.

Jón sagðist hafa fengið þær upplýsingar að það hefði verið aðaláhersla viðræðnanna að bankarnir væru reknir með hagsmuni viðskiptavinanna að leiðarljósi. Það ætti að skila betri niðurstöðu þegar á heildina er litið. ,,Það verður hins vegar að líta á það að mörg íslensk fyrirtæki eru í verulegum erfiðleikum. – Sérstaklega þegar horft er á efnahagsreikning þeirra vegna skuldsetningar sem hefur vaxið umfram þau mörk sem menn settu sér þegar stofnað var til þeirra vegna þróunar íslensku krónunnar. Það mun reyna á stjórnendur og starfslið þessara banka að vinna úr þeim málum og þá þarf á öflugan stuðning eigenda við það starf.

En í heildina tekið má segja að þarna sé langþráðu markmiði umi eignarhald útlendinga á íslenskum fjármálafyrirtækjum þó menn hefðu farið aðra leið en stefnt var að.“