Jón Óskar Hinriksson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri íslenska lyfjafyrirtækisins Williams & Halls ehf. Hann tekur við starfinu af eiganda og stofnanda Williams & Halls, Torfa Rafni Halldórssyni. Jón Óskar var áður Head of Supply Chain hjá Hetero Europe í Barcelona og hefur jafnframt unnið fyrir Actavis og Medis á Íslandi.

Jón Óskar er með B.Sc. gráðu í Vörustjórnun (e.Logistics) frá Háskólanum í Reykjavík og leggur stund á M.Sc. nám í forystu og stjórnun hjá Háskólanum á Bifröst.

„Það er einlæg von mín að menntun mín og reynsla geti stutt við frekari vöxt Williams & Halls,“ er haft eftir Jóni Óskari í fréttatilkynningu. „Það eru spennandi tímar framundan á íslenskum lyfjamarkaði þar sem töluverðar væringar eru til staðar og sjáum við ýmis tækifæri í því til áframhaldandi sóknar Williams & Halls.“

Williams & Halls sérhæfir sig í sölu- og markaðssetningu á lyfjum og lækningatækjum fyrir íslenskan markað.