Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps- og kvikmyndagerðarmaður og matvælafræðingur, hefur keypt nýtt hlutafé í Pressunni og á nú um 11% hlut í fjölmiðlafyrirtækinu.

Talsverðar breytingar hafa orðið, og eru fyrirhugaðar, á hluthafahópi Pressunnar ehf. Líkt og VB.is greindi frá hefur Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður eignast um 10% hlut í félaginu. Bæði Jón Óttar og Sigurður keyptu nýtt hlutafé sem var gefið út vegna kaupa félagsins á um 70% hlut í DV ehf.

Jón Óttar þekkir vel til fjölmiðla en hann stofnaði til að mynda Stöð 2 fyrir 25 árum.

Í tilkynningu á vef Pressunnar segir að fleiri aðilar séu þessa dagana að bætast við í hluthafahóp Pressunnar og nánar verði gert grein fyrir þeim á næstu dögum.