Jón Otti Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður eignastýringarsviðs Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda.

Jón Otti
Jón Otti

Jón Otti er með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og BS í viðskiptafræði frá Flagler College í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig lokið námi til löggildingar í verðbréfamiðlun. Jón Otti hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1996, fyrst hjá Lánasýslu ríkisins og svo í 13 ár á Verðbréfasviði Landsbankans og hjá Markaðsviðskiptum H.F. Verðbréfa frá 2010, að því er fram kemur í tilkynningu um málið.

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er 9. stærsti lífeyrissjóður landsins með um 90 milljarða króna í eignir.