© Aðsend mynd (AÐSEND)

Jón Björnsson hefur verið ráðinn forstjori ORF Líftækni. Greint var frá ráðningu Jóns á aðalfundi félagsins í gær. Hann tekur við af Dr. Birni L. Örvari, einum af stofnendum fyrirtækisins, sem mun taka við nýrri stöðu framkvæmdastjóra rannsókna- og vöruþróunarsviðs ORF Líftækni.

Fram kemur í tilkynningu að Jón hefur mikla reynslu sem stjórnandi stórra fyrirtækja í alþjóðlegum viðskiptum. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að endurskipulagningu á rekstri Steen & Ström, vinsælustu stórverslunar Osló. Hann var forstjóri Magasin du Nord í Kaupmannahöfn frá árinu 2005 til 2012 og breyttri rekstri verslunarinnar. Frá árinu 2002 til 2005 var hann forstjóri Haga á Íslandi og þar áður framkvæmdastjóri Hagkaupa frá 1998 til 2002. Jón situr í stjórnum Åhlens AB, Boozt.com, og tryggingafélagsins Varðar. Jón er menntaður viðskiptafræðingur frá Rider University í New Jersey í Bandaríkjunum.

Fram kemur í tilkynningunni að markmið skipulagsbreytinganna er að efla enn ört vaxandi sölustarfsemi félagsins á alþjóðlegum markaði, en langstærsti hluti tekna félagsins kemur erlendis frá, sem og að efla vöruþróun og rannsóknarstarf.

Haft er eftir Jóni að gaman hafi verið að fylgjast með með þróun ORF Líftækni frá því að vera lítið sprotafyrirtæki í það að selja vöru á neytendamarkaði og velta rúmlega hálfum milljarði króna á ári.