Jón Steinar Gunnlaugsson fjallaði á hádegisverðarfundi Lögmannafélags Íslands um tillögur að millidómstigi. Hann segir kostnaðinn ekki þurfa að vera mikinn og eftir sem áður munu mál fara fyrir tvö dómstig.

Samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar stendur til að gera breytingar á dómskerfi landsins. Þá er talað um tillögur í þessa átt, taka upp millidómstig og fækka Hæstaréttardómurum.