„Þessi þjónusta er fyrst og fremst hugsað fyrir lögmenn og lögmannastofur," segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Hann stofnaði ráðgjafafyrirtækið JSG ráðgjöf ehf. í síðasta mánuði. Um fyrirtækið segir í Lögbirtingablaðinu að fyrirtækið sé stofnað um miðjan nóvember og sé tilgangur félagsins að veita ráðgjöf um álitaefni á sviði lögfræði.

Jón Steinar segir í samtali við Viðskiptablaðið að nú þegar hafi nokkrir einstaklingar leitað til hans og óskað eftir ráðgjöf um lögfræðilega álitamál. Aðspurður um væntanlega verkefnastöðu á þessu sviði segist Jón Steinar eiga von á því að hafa nóg  um eins og hann orðar það.

„Ég vinn þetta hratt og örugglega og ég veit að það eru fjölmargir aðilar sem vilja fá ráðgjöf um þau álitamál sem liggja á borðum þeirra,“ segir Jón Steinar.

Fjallað er nánar um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Á meðal efnis í blaðinu er :

  • Sérstakur saksóknari flytur sitt fyrsta mál
  • Lögbann og deilur eftir sölu Iceland Express
  • Bönkunum bannað að kaupa fjármálastofnanir
  • Innherjareglur fyrir stjórnvöld á leiðinni
  • Hlutafjárútboð Vodafone
  • Skattstjóri braut gegn EES-samningnum
  • Sendinefnd frá Alaska hefur áhuga á virkjunum á Íslandi
  • Mörg fyrirtæki fá enn enga greiðslutryggingu
  • Rýnt í uppgjör Eimskips
  • Ögmundur reynir enn að breyta .is
  • Heimilt að leggja á uppgreiðsluþóknun hjá Íls
  • Stjórnendur Icelandair Group sjá tækifæri í nýjum flugvélum
  • AGS styður nú gjaldeyrishöft
  • Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars glímukappa, í ítarlegu viðtali
  • Nærmynd af göngugarpinum Ómari Svavarssyni, forstjóra Vodafone
  • Fjárfestar vanda sig við fyrirtækjakaup
  • Ostabúðin við Skólavörðustíg er vin veiðimanna
  • Forstjórar á fullu í jólabakstrinum
  • Könnun um vinsælasta jóladótið í ár
  • Óðinn fjallar um fjárlagahalla í Bandaríkjunum
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um vænleg formannsefni Samfylkingarinnar
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira